Erlent

Bildt gagnrýnir Íransstjórn

Carl Bildt segir stjórnina í Teheran beita undanbrögðum.
fréttablaðið/ap
Carl Bildt segir stjórnina í Teheran beita undanbrögðum. fréttablaðið/ap

Íran Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, gagnrýnir stjórnvöld í Teheran og segir þau beita sömu gömlu brögðunum til að knýja kjarnorkuáætlun sína í gegn. Svíþjóð gegnir nú formennsku í Evrópusambandinu, en evrópskir leiðtogar eru sagðir undirbúa harðorða ályktun vegna málsins.

Við annan tón kveður hjá Benjamin Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra og núverandi þingmanni í Ísrael. Hann sagði tillögur Sameinuðu þjóðanna um auðgun úrans utan Írans vera „jákvætt fyrsta skref“. Hann hrósaði Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, fyrir að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á kjarnorkuáætlun Írans.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×