Hagfræðingur: Greiðsluþrot verður vart umflúið Sigríður Mogensen skrifar 19. október 2009 12:00 Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið og aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þarfnast róttækrar endurskoðunar. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi alþingismönnum í gærkvöldi. Gunnar Tómasson starfaði sem sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aldarfjórðung. Hann hélt fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar viðraði hann þá skoðun sína að íslenska þjóðarbúið stefndi í greiðsluþrot innan 12 til 18 mánaða. Í bréfi sínu til alþingismanna segir Gunnar að framvinda mála í kjölfarið hafi styrkt þá skoðun hans. Þar kemur fram að íslenska þjóðarbúið sé með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af landsframleiðslu sem Harvard prófessorinn og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar. Þá sé erlend skuldastaða þjóðarbúsins tvöfalt hærri en þau 100-150% sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við. Gunnar vitnar í kafla úr nefndaráliti annars minnihluta fjárlaganefndar Alþingis frá því í sumar. Þar segir að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis sé komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af landsframleiðslu á þessu ári. Eins og fréttastofa hefur áður greint frá var skuldsetningin vanmetin á þeim tíma og stefnir allt í að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar um það bil 240-250% af landsframleiðslu. Þess má geta að nýtt skuldaþolsmat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggur ekki fyrir þar sem endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands bíður enn. Gunnar segir að aðgerðaráætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hafi byggt á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnist róttækrar endurskoðunar. Greiðsluþrot þjóðarbúsins verði vart umflúið.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira