Erlent

Búist við átökum í Teheran í dag

Ahmadinedjad sigraði með töluverðum yfirburðum í kosningunum á föstudag.
Ahmadinedjad sigraði með töluverðum yfirburðum í kosningunum á föstudag. MYND/AP
Boðað hefur verið til tvennra mótmæla í Teheran, höfuðborg Írans í dag og óttast menn að uppúr kunni að sjóða. Annarsvegar er um að ræða stuðnings menn Mirhousseins Mousavis, sem tapaði í kosningum fyrir helgi gegn sitjandi forseta landsins Mahmoud Ahmadinejad og hins vegar ætla harðlínustuðningsmenn forsetans að hittast á sama stað og lýssa yfir stuðningi við sinn mann. Sjö létust í mótmælum í gær að því er íranskir miðlar greina frá en mikil óánægja hefur verið á meðal sumra í landinu yfir framkvæmd kosninganna sem forsetinn sigraði með óvæntum yfirburðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×