Innlent

Í framboð fyrir framsókn

Margrét Þóra Jónsdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir

Margrét Þóra Jónsdóttir býður sig fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norð-vestur kjördæmi. Margrét er 39 ára Akurnesingur og hefur tekið þátt í bæjarmálum á Akranesi síðustu 7 ár.

Hún hefur verið varabæjarfulltrúi og setið i félagsmálaráði og var formaður ungra framsóknarmanna á Akranesi 2002 - 2006.

Áherslumál Margrétar eru fjölskyldu-, atvinnu-, mennta- og heilbrigðismál.

Endurreisn Íslensks þjóðfélags með fjölskylduna í fyrirrúmi er brýnasta verkefnið ásamt því að byggja aftur upp orðspor okkar sem hefur beðið verulega hnekki síðustu misseri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti nú í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×