Enski boltinn

Scholes er uppáhaldi hjá Charlton

AFP

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United spilar í kvöld sinn 600. leik fyrir félagið á ferlinum þegar liðið mætir Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni.

Scholes hefur verið prímusmótorinn á miðjunni allar götur frá því hann fékk sitt fyrsta tækifæri haustið 1994 og þessi hægláti leikmaður fær ekki dónaleg meðmæli frá sjálfum Bobby Charlton.

"Margir stórkostlegir knattspyrnumenn hafa klæðst treyju Manchester United allt frá mönnum eins og Denis Law og George Best og fram á daga Alex Ferguson. Paul Scholes er á margan hátt í mestu uppáhaldi hjá mér. Sendingar hans, þrumuskot og sigurvilji eru það sem ég hrífst mest af og það er eins og hann njóti sín alltaf best þegar mest er undir. Maður hefur það á tilfinningunni að hann sé veikur ef hann missir boltann," sagði Charlton.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×