Innlent

Seldu sendiherrabústaðinn fyrir 550 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðuneytið hefur selt sendiherrabústaðinn í New York fyrir 550 milljónir íslenskra króna.

Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 en frumvarpinu var útbýtt í gær og mun önnur umræða um það hefjast í vikunni. Fjárlaganefnd leggur til að 27 milljónum króna verði varið í leigu á sendiherrabústað í New York á næsta ári. Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að húsnæðið verði leigt frá næstu áramótum.

Utanríkisráðuneytið gerir engu síður ráð fyrir að fest verði kaup á sendiherrabústað í New York síðar en hefur að svo komnu máli ekki vissu

fyrir hvenær af því gæti orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×