Enski boltinn

Kuyt: Við þurfum kraftaverk

AFP

Dirk Kuyt, framherji Liverpool, viðurkennir að möguleikar Liverpool á titlinum séu ekki miklir eftir skrautlegt 4-4 jafntefli liðsins gegn Arsenal í gær.

Liverpool og Manchester United eru jöfn að stigum á toppnum en United á tvo leiki til góða þegar skammt er til loka leiktíðar.

"Við vissum að við þyrftum að vinna þennan leik til að halda pressu á United og þetta verður erfiðara fyrir vikið. Það góða er að við töpuðum ekki og náðum stigi, en það er ljóst að við þurfum á kraftaverki að halda til að vinna titilinn núna. Nú er bara að vona að við fáum þetta kraftaverk," sagði Kuyt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×