Erlent

Nær allir mótmælendurnir látnir lausir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðsamir mótmælendur í Kaupmannahöfn. Mynd/ AFP.
Friðsamir mótmælendur í Kaupmannahöfn. Mynd/ AFP.
Alls voru 968 mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn í gær í tengslum við loftslagsráðstefnuna.

Þrír þeirra, tveir Danir og einn Frakki, verða færðir fyrir dómara í dag og mega búast við kærum í tengslum við mótmælin. Um klukkan þrjú í nótt að dönskum tíma voru hins vegar 948 af hinum handteknu látnir lausir. Tíu til viðbótar bíða þess að verða sleppt.

Danska ríkisútvarpið, DR, segir að lögreglan hafi sætt gagnrýni vegna handtakanna í gær, en þeim var ætlað að koma í veg fyrir að óeirðir brutust út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×