Erlent

Berlusconi varð fyrir árás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silvio Berlusconi varð fyrir árás. Mynd/ AFP
Silvio Berlusconi varð fyrir árás. Mynd/ AFP
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, varð fyrir árás eftir fund sem hann hélt fyrir stuðningsmenn hans í Milanó. Myndir af atvikinu sýna að Berlusconi skarst illa á vör og blóðgaðist á kinn og höku. Karlmaður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar, að því er BBC greinir frá.

Aðstoðarmenn forsætisráðherra aðstoðuðu forsætisráðherrann á fætur og hjálpuðu honum inn í bíl. Hann stóð svo upp og reyndi að príla á bílnum til þess að sýna að hann væri í góðu lagi.

Fréttir herma að Berlusconi hafi annað hvort verið kýldur eða sleginn með einhverjum hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×