Innlent

Jólalestin fer af stað klukkan fjögur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jólasveinarnir bregða yfirleitt á leik með jólalestinni.
Jólasveinarnir bregða yfirleitt á leik með jólalestinni.
Jólalögin munu óma víðsvegar um höfuðborgarsvæðið þegar jólalestin svokallaða heldur af stað frá Stuðlahálsi klukkan fjögur í dag.

Jólalestin samanstendur af röð rauðra flutningabíla, skreyttum ljósaperum. Í fremsta bílnum er jólasveinn sem spilar jólalög á fullum krafti. Þetta er fjórtánda árið í röð sem lestin ferðast um öll helstu hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Um 100 kílómetra löngu ferðalagi jólalestarinnar lýkur svo um klukkan átta í kvöld á sama stað og hún hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×