Yfirlýsing frá stjórn VR 4. janúar 2009 17:48 Stefanía Magnúsdóttir varaformaður stjórnar VR. Stjórn VR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Lúðvík Lúðvíksson félagsmaður hefur látið falla að undanförnu. Þar segir meðal annars að sá sem býður sig til formennsku og vill stýra 28 þúsund manna félagi verði að vera ljóst hann verður að treysta á eigin burði til þess að kynna sér lög og reglur. Lúðvík hefur farið fyrir hópi sem boðað hefur mótframboð til formanns stjórnar VR. „Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: „Nokkrir félagsmenn í VR hafa boðað mótframboð til stjórnar VR. Fjölmiðlar hafa birt viðtöl við talsmann hópsins, Lúðvík Lúðvíksson, og þar hefur hann farið mikinn um hversu flókið sé að bjóða fram og kennt starfsmönnum VR um vankunnáttu sína í þeim efnum. Hverjum þeim sem stýra vill 28 þúsund manna félagi verður að vera ljóst að hann verður að treysta á eigin burði til að kynna sér lög og reglur. Öllum félagsmönnum er að sjálfsögðu frjálst að leggja fram nýjan framboðslista en hann verður að vera í samræmi við lög VR. Enginn starfsmaður VR getur breytt nokkru þar um - það er aðeins hægt að breyta lögum félagsins á aðalfundi. Kosningar voru löglega auglýstar með framboðsfresti til 22. desember kl 12. Auglýst var eftir framboðum til stjórnarsetu og formanns. Við lok umsóknarfrests höfðu borist framboð 15 einstaklinga til stjórnarsetu og 1 framboð til formanns. 20. grein laga VR, sem fjallar um kosningu formanns, stjórnar og trúnaðarráðs, hefst á þessa leið: Árlega skulu 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð kosið í listakosningu en 3 stjórnarmenn og 3 varamenn í einstaklingsbundinni kosningu. Formaður skal kosinn í einstaklingskosningu annað hvert ár. Það er því augljóst að það er aðeins kosið um helming stjórnar til tveggja ára hverju sinni. Í 20. gr. er síðan útskýrt hvernig uppstillingarnefnd stillir upp 4 stjórnarmönnum og 82 trúnaðar- ráðsmönnum á lista og einnig hvernig hægt er að koma með framboðslista gegn þeim lista og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um listana. Formaður, 3 stjórnarmenn og 3 varamenn eru kosnir einstaklingskosningu en þeir sem ná ekki kjöri - en hafa boðið sig fram innan framboðsfrestsins - eiga þess kost að safna sér 40 meðmælendum til viðbótar og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um einstaklingssætin. Við í stjórn VR erum orðin langþreytt á rangfærslum og ómálefnalegum málflutningi þeirra sem segjast vilja breytingar í stjórn félagsins. Á fjölmennum félagsfundi þann 13. nóvember s.l. sögðust þessir sömu menn vera með tillögu til fundarins en þessi tillaga kom aldrei fram. Formaður VR lagði formannssæti sitt að veði á þessum sama fundi þar sem hann bauð upp á að flýta kosningu um formannssætið um rúmt ár. Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna. Það er alls ekki erfitt að komast til áhrifa hjá VR og undanfarin ár hafa flestir, sem óskað hafa eftir, náð því markmiði sínu. Það getum við undirrituð staðfest og einnig það, að við höfum lært heilmikið þann tíma sem við höfum verið í trúnaðarráði og stjórn VR. Þar fer fram heilmikil málefnaleg vinna og staðreyndin er sú, að VR hefur verið í fararbroddi stéttarfélaga undanfarin ár í könnunum, sem Capacent hefur framkvæmt, um afstöðu félagsmanna til síns stéttarfélags." Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR (sign) Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, ritari (sign) Benedikt Vilhjálmsson (sign) Rannveig Sigurðardóttir (sign) Sigurður Sigfússon (sign) Gunnar Böðvarsson (sign) Valur M. Valtýsson (sign) Lykke Bjerre Larsen (sign) Jóhanna S. Rúnarsdóttir (sign) Tengdar fréttir Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður. 28. desember 2008 17:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Stjórn VR sendir frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Lúðvík Lúðvíksson félagsmaður hefur látið falla að undanförnu. Þar segir meðal annars að sá sem býður sig til formennsku og vill stýra 28 þúsund manna félagi verði að vera ljóst hann verður að treysta á eigin burði til þess að kynna sér lög og reglur. Lúðvík hefur farið fyrir hópi sem boðað hefur mótframboð til formanns stjórnar VR. „Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna," segir ennfremur í yfirlýsingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: „Nokkrir félagsmenn í VR hafa boðað mótframboð til stjórnar VR. Fjölmiðlar hafa birt viðtöl við talsmann hópsins, Lúðvík Lúðvíksson, og þar hefur hann farið mikinn um hversu flókið sé að bjóða fram og kennt starfsmönnum VR um vankunnáttu sína í þeim efnum. Hverjum þeim sem stýra vill 28 þúsund manna félagi verður að vera ljóst að hann verður að treysta á eigin burði til að kynna sér lög og reglur. Öllum félagsmönnum er að sjálfsögðu frjálst að leggja fram nýjan framboðslista en hann verður að vera í samræmi við lög VR. Enginn starfsmaður VR getur breytt nokkru þar um - það er aðeins hægt að breyta lögum félagsins á aðalfundi. Kosningar voru löglega auglýstar með framboðsfresti til 22. desember kl 12. Auglýst var eftir framboðum til stjórnarsetu og formanns. Við lok umsóknarfrests höfðu borist framboð 15 einstaklinga til stjórnarsetu og 1 framboð til formanns. 20. grein laga VR, sem fjallar um kosningu formanns, stjórnar og trúnaðarráðs, hefst á þessa leið: Árlega skulu 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð kosið í listakosningu en 3 stjórnarmenn og 3 varamenn í einstaklingsbundinni kosningu. Formaður skal kosinn í einstaklingskosningu annað hvert ár. Það er því augljóst að það er aðeins kosið um helming stjórnar til tveggja ára hverju sinni. Í 20. gr. er síðan útskýrt hvernig uppstillingarnefnd stillir upp 4 stjórnarmönnum og 82 trúnaðar- ráðsmönnum á lista og einnig hvernig hægt er að koma með framboðslista gegn þeim lista og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um listana. Formaður, 3 stjórnarmenn og 3 varamenn eru kosnir einstaklingskosningu en þeir sem ná ekki kjöri - en hafa boðið sig fram innan framboðsfrestsins - eiga þess kost að safna sér 40 meðmælendum til viðbótar og fara fram á allsherjaratkvæðagreiðslu um einstaklingssætin. Við í stjórn VR erum orðin langþreytt á rangfærslum og ómálefnalegum málflutningi þeirra sem segjast vilja breytingar í stjórn félagsins. Á fjölmennum félagsfundi þann 13. nóvember s.l. sögðust þessir sömu menn vera með tillögu til fundarins en þessi tillaga kom aldrei fram. Formaður VR lagði formannssæti sitt að veði á þessum sama fundi þar sem hann bauð upp á að flýta kosningu um formannssætið um rúmt ár. Kjörstjórn hefur nú komið til móts við þennan óánægjuhóp Lúðvíks með því að framlengja framboðs- frestinn til 12. janúar n.k. Samt hamast hann enn í fjölmiðlum og sýnir enn og aftur vankunnáttu í málefnum félagsins, sem hann vill stjórna. Það er alls ekki erfitt að komast til áhrifa hjá VR og undanfarin ár hafa flestir, sem óskað hafa eftir, náð því markmiði sínu. Það getum við undirrituð staðfest og einnig það, að við höfum lært heilmikið þann tíma sem við höfum verið í trúnaðarráði og stjórn VR. Þar fer fram heilmikil málefnaleg vinna og staðreyndin er sú, að VR hefur verið í fararbroddi stéttarfélaga undanfarin ár í könnunum, sem Capacent hefur framkvæmt, um afstöðu félagsmanna til síns stéttarfélags." Stefanía Magnúsdóttir, varaformaður VR (sign) Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, ritari (sign) Benedikt Vilhjálmsson (sign) Rannveig Sigurðardóttir (sign) Sigurður Sigfússon (sign) Gunnar Böðvarsson (sign) Valur M. Valtýsson (sign) Lykke Bjerre Larsen (sign) Jóhanna S. Rúnarsdóttir (sign)
Tengdar fréttir Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður. 28. desember 2008 17:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður. 28. desember 2008 17:30