Innlent

Vaktir sagðar alltof fámennar

Landspítali Millistjórnendum hefur á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hefur fækkað, að sögn trúnaðarmanna.
Landspítali Millistjórnendum hefur á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hefur fækkað, að sögn trúnaðarmanna.
Vaktir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru sagðar allt of fámennar, vinnu­álagið hafi aukist mikið og millistjórnendum hafi á ákveðnum sviðum fjölgað meðan starfsmönnum á gólfinu hafi fækkað.

Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi SFR-stéttarfélags, Starfsmannafélags Reykjavíkur, Sjúkraliðafélags Íslands og Eflingar á sameiginlegum fundi með trúnaðarmönnum félaganna á Landspítalanum í fyrradag. Þeir sögðu að í starfsumhverfi félagsmanna þessara félaga hafi orðið miklar breytingar að undanförnu og frekari breytingar séu boðaðar.

Markmiðið með fundinum var að fá upplýsingar beint frá trúnaðarmönnum um hvernig ástandið væri í þeirra vinnuumhverfi og hvað þeir sæju gerast í nánustu framtíð, að því er fram kemur í frétt frá BSRB. Trúnaðarmenn sögðu frá því að miklar skipulagsbreytingar hefðu átt sér stað víða á spítalanum.

Stéttarfélögin munu fylgjast vel með þróuninni á spítalanum og halda áfram samráðs- og samstarfsvettvangi félaganna, að því er fram kemur, því nauðsynlegt sé að leggja áherslu á að verja starfsumhverfi félagsmanna þessara félaga eins og kostur sé.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×