Erlent

Að minnsta kosti hundrað létust í sprengjuárásum í Bagdad

Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Bagdad undanfarið. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sprengjuárásir hafa verið tíðar í Bagdad undanfarið. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Nokkrar bílsprengjur sprungu í miðborg Bagdad höfuðborg Íraks í morgun og eru að minnsta kosti hundrað látnir og 182 sárir. Fyrsta sprengjan varð fyrir utan lögreglustöð í Dora hverfinu og fjórar aðrar sprungu fyrir utan stofnanir í borginni nokkrum mínútum síðar. Í október var svipuð árás gerð þar sem margar sprengjur sprungu á svipuðum tíma og þá létust 155 manns. Samkvæmt tölum íraskra stjórnvalda hefur dregið úr ofbeldi í borginni síðasta árið þrátt fyrir þessar mannskæðu árásir.

Í gær létust átta, aðallega börn, þegar sprengja sprakk við skóla í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×