Erlent

Endeavour loks í loftið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Geimskutlan Endeavour tókst á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni í Flórída í gær eftir að skotinu hafði verið frestað dögum saman vegna veðurs. Skutlan mun flytja búnað fyrir japönsku rannsóknarstofuna í Alþjóðlegu geimstöðinni og er áætlað að leiðangurinn taki 16 daga. Þá mun áhöfnin skipta um rafhlöður og sinna viðhaldsvinnu sem tryggir að geimstöðin verði áfram starfhæf eftir að geimskutluflota Bandaríkjanna verður lagt á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×