Skilar bæði arði og árangri 20. ágúst 2009 02:15 Markmiðið með starfsemi Hringsjár er að fólk öðlist færni við að fá störf sem henta því. Kostar starfsemin um 66 milljónir á ári.fréttablaðið/arnþór Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, er gríðarlega arðbær stofnun í rekstri, að sögn Ragnheiðar Lindu Skúladóttur, forstöðumanns Hringsjár. Ef nemandi, um þrítugt, sem annars væri á örorkubótum, kemur og endurhæfist á stofnuninni, fær fullt starf á meðallaunum til 67 ára og borgar sinn skatt, skilar hann um það bil jafn miklum peningum til samfélagsins og kostar að reka Hringsjá á ári. „Starfsemin er ekki bara arðbær heldur eykur hún lífsgæði fólks,“ segir Ragnheiður Linda. Um 80 prósent af þeim sem ljúka námi eru í áframhaldandi námi eða við störf eftir endurhæfingu hjá Hringsjá. Þetta kemur fram í nýrri árangursmælingu. Hringsjá er ætluð fólki yfir 18 ára sem orðið hefur fyrir skakkaföllum í lífinu, lent í alvarlegum slysum eða verið atvinnulaust í langan tíma. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi með sérhæfðri ráðgjöf. „Markmiðið er að fólk öðlist færni við að fá störf sem henta því,“ segir Ragnheiður Linda. Sá sem vill stunda námið þarf að sækja sjálfur um en umsóknin er studd meðmælabréfi frá viðurkenndum aðila sem þekkir vel til haga viðkomandi og telur námið henta vel. Námsefnið er einstaklingsmiðað og rifjar upp síðustu árin í grunnskóla og fyrstu framhaldsskólaárin. „Námið getur verið einingabært og er metið til eininga í öðrum framhaldsskólum. Fólk frá okkur hefur líka farið beint í frumgreinadeild í háskólunum,“ segir Ragnheiður Linda. Námsfögum er skipt í þrennt: almenn bóknámsfög, eins og íslenska, stærðfræði og félagsfræði og létt störf, eins og tölvur og bókhald. Síðan eru fög sem lúta að persónulegri og félagslegri tækni eins og leiklist og tjáning. Nemendur Hringsjár eru 18 ára og eldri, konur í meirihluta. Meðalaldur nemenda er í kringum 40 ára. Félagslífið er nokkuð öflugt, þrátt fyrir þetta breiða aldursbil. „Við erum með tyllidaga, haustferð og þegar kreppan skall á var hamingjuvika. Við leggjum mest upp úr persónulegri nálgun. Að fólk finni öryggi og tilgang og að það sjálft skipti máli.“ vidir@frettabladid.is Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing, er gríðarlega arðbær stofnun í rekstri, að sögn Ragnheiðar Lindu Skúladóttur, forstöðumanns Hringsjár. Ef nemandi, um þrítugt, sem annars væri á örorkubótum, kemur og endurhæfist á stofnuninni, fær fullt starf á meðallaunum til 67 ára og borgar sinn skatt, skilar hann um það bil jafn miklum peningum til samfélagsins og kostar að reka Hringsjá á ári. „Starfsemin er ekki bara arðbær heldur eykur hún lífsgæði fólks,“ segir Ragnheiður Linda. Um 80 prósent af þeim sem ljúka námi eru í áframhaldandi námi eða við störf eftir endurhæfingu hjá Hringsjá. Þetta kemur fram í nýrri árangursmælingu. Hringsjá er ætluð fólki yfir 18 ára sem orðið hefur fyrir skakkaföllum í lífinu, lent í alvarlegum slysum eða verið atvinnulaust í langan tíma. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi með sérhæfðri ráðgjöf. „Markmiðið er að fólk öðlist færni við að fá störf sem henta því,“ segir Ragnheiður Linda. Sá sem vill stunda námið þarf að sækja sjálfur um en umsóknin er studd meðmælabréfi frá viðurkenndum aðila sem þekkir vel til haga viðkomandi og telur námið henta vel. Námsefnið er einstaklingsmiðað og rifjar upp síðustu árin í grunnskóla og fyrstu framhaldsskólaárin. „Námið getur verið einingabært og er metið til eininga í öðrum framhaldsskólum. Fólk frá okkur hefur líka farið beint í frumgreinadeild í háskólunum,“ segir Ragnheiður Linda. Námsfögum er skipt í þrennt: almenn bóknámsfög, eins og íslenska, stærðfræði og félagsfræði og létt störf, eins og tölvur og bókhald. Síðan eru fög sem lúta að persónulegri og félagslegri tækni eins og leiklist og tjáning. Nemendur Hringsjár eru 18 ára og eldri, konur í meirihluta. Meðalaldur nemenda er í kringum 40 ára. Félagslífið er nokkuð öflugt, þrátt fyrir þetta breiða aldursbil. „Við erum með tyllidaga, haustferð og þegar kreppan skall á var hamingjuvika. Við leggjum mest upp úr persónulegri nálgun. Að fólk finni öryggi og tilgang og að það sjálft skipti máli.“ vidir@frettabladid.is
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira