Fjöldi sveitarfélaga lifir ekki án styrkja 14. desember 2009 04:00 Að beiðni Austfirðinga verða kostir þess og gallar að gera Austurland allt að einu sveitarfélagi kannaðir. Ætlunin er að skoða sameiningu eftir óskum íbúa um allt land en ekki láta eina ákveðna íbúatölu ráða. Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær þrjátíu prósent eða meira af tekjum sínum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ljóst er að slík sveitarfélög ættu erfitt uppdráttar án styrksins. Tvö sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4 prósent og Bæjarhreppur með 59,7 prósent. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að ljóst sé að mörg sveitarfélög séu of lítil til að standa undir sér. Hér á landi séu sannarlega of mörg og of smá sveitarfélög. Vinna var langt komin við frumvarp um að hækka lágmarks íbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í 1.000 þegar hrunið skall á. Síðan hefur lítill tími gefist til að sinna verkefninu. Ráðherra hefur þó fundað með sveitarstjórnarmönnum víða um land. Hann segir að ósk hafi borist um að vinna öðruvísi að málum þannig að losnað verði við kosningar. Á morgun verður verkefni ýtt úr vör á Egilsstöðum, en þá verða kannaðir kostir og gallar þess að gera allt Austurland að einu sveitarfélagi. Kristján segir að þannig sé ætlunin að vinna um allt land og leggja síðan tillögu fyrir Alþingi um skipan mála. „Ég sé fyrir mér að um þarnæstu sveitarstjórnarkosningar, árið 2014, verði orðin gjörbreytt mynd á sveitarfélögum landsins. Þau þarf að stækka og efla til að gera þau í stakk búin til að taka á móti fleiri verkefnum sem best er að sinna í nærþjónustunni.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, flutti erindi á fjármálastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust. Þar tilgreindi hún að sameining sveitarfélaga gæti skilað eins til tveggja prósenta hagræðingu. Heildarvelta sveitarfélaga er um 160 milljarðar króna á ári og hagræðingin myndi því spara einn til þrjá milljarða. „Þessari tölu hefur verið fleygt fram um hagræðingu sveitarfélaga. Eins prósents hagræðingarkrafa er ekki óeðlileg við sameiningu,“ segir Sigrún Björk. Til samanburðar má nefna að aukaframlag úr Jöfnunarsjóði nam einum milljarði króna í ár. kolbeinn@frettabladid.is kristján l. möller Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær þrjátíu prósent eða meira af tekjum sínum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ljóst er að slík sveitarfélög ættu erfitt uppdráttar án styrksins. Tvö sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4 prósent og Bæjarhreppur með 59,7 prósent. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að ljóst sé að mörg sveitarfélög séu of lítil til að standa undir sér. Hér á landi séu sannarlega of mörg og of smá sveitarfélög. Vinna var langt komin við frumvarp um að hækka lágmarks íbúafjölda sveitarfélaga úr 50 í 1.000 þegar hrunið skall á. Síðan hefur lítill tími gefist til að sinna verkefninu. Ráðherra hefur þó fundað með sveitarstjórnarmönnum víða um land. Hann segir að ósk hafi borist um að vinna öðruvísi að málum þannig að losnað verði við kosningar. Á morgun verður verkefni ýtt úr vör á Egilsstöðum, en þá verða kannaðir kostir og gallar þess að gera allt Austurland að einu sveitarfélagi. Kristján segir að þannig sé ætlunin að vinna um allt land og leggja síðan tillögu fyrir Alþingi um skipan mála. „Ég sé fyrir mér að um þarnæstu sveitarstjórnarkosningar, árið 2014, verði orðin gjörbreytt mynd á sveitarfélögum landsins. Þau þarf að stækka og efla til að gera þau í stakk búin til að taka á móti fleiri verkefnum sem best er að sinna í nærþjónustunni.“ Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, flutti erindi á fjármálastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í haust. Þar tilgreindi hún að sameining sveitarfélaga gæti skilað eins til tveggja prósenta hagræðingu. Heildarvelta sveitarfélaga er um 160 milljarðar króna á ári og hagræðingin myndi því spara einn til þrjá milljarða. „Þessari tölu hefur verið fleygt fram um hagræðingu sveitarfélaga. Eins prósents hagræðingarkrafa er ekki óeðlileg við sameiningu,“ segir Sigrún Björk. Til samanburðar má nefna að aukaframlag úr Jöfnunarsjóði nam einum milljarði króna í ár. kolbeinn@frettabladid.is kristján l. möller
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira