Erlent

Nóg komið af kaffitímum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Já, ekkert svona, aftur að vinna á stundinni!
Já, ekkert svona, aftur að vinna á stundinni!

Bæjarstjórinn í Hillerød á Norður-Sjálandi hefur fengið sig fullsaddan af löngum kaffitímum starfsfólks ráðhússins þar í bæ og hyggst banna þá. Hann segir það algjörlega óforsvaranlegt að starfsfólkið kvarti yfir tímaskorti í vinnunni og hangi svo á kaffistofunni í tíma og ótíma. Útreikningar sýni að sá tími sem starfsfólkið er í kaffi jafngildi launalega séð tveimur og hálfu stöðugildi á ári. Slíkt sé fáránlegt bruðl og fólk eigi einfaldlega að vinna þegar það er í vinnunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×