Innlent

Skáli Íslendings afhentur í dag

Skáli Íslendings var afhentur í dag.
Skáli Íslendings var afhentur í dag.
Ferðaþjónustufyrirtækið Íslendingur ehf. tók í dag formlega við Skála Íslendings en skálinn, sem stendur á Fitjum í Reykjanesbæ, var byggður af verktakafyrirtækinu Spöng sem stýrt hefur framkvæmdum við verkið. 

Skálinn var teiknaður af Guðmundi Jónssyni arkitekt í Noregi, utan um Íslending, hið víðförula víkingaskip, og er nú þegar orðinn einn af þekktari kennileitum Reykjanesbæjar. Framkvæmdir hófust vorið 2007 og er þeim nú lokið. Í kjölfarið hefst uppbygging Smithsonian safnsins, Vikings- The North Atlantic Saga, en það mun prýða rýmið í kringum víkingaskipið ásamt því að fylla aðra hæð skálans. Áætlað er að byggingin og safnið verði opið fyrir almenning í maí undir nafninu Víkingaheimar.

Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslendings, sagði það mikinn áfanga að hafa náð að koma Íslendingi í sína heimahöfn áður en efnhagsstormurinn skall á en verkinu var að mestu lokið í haust. Íslendingur kom til Reykjanesbæjar árið 2002 og hefur mikill kraftur fylgt allri uppbyggingu á Fitjunum. Steinþór bætti við að húsið væri reist nokkurn veginn á upprunulegri kostnaðaráætlun sem er einsdæmi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×