Erlent

Vopn danska hersins í röngum höndum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Töluvert af skotvopnum, sem stolið var úr birgðastöð danska hersins í janúar, hefur fundist í vistarverum ýmissa glæpasamtaka í Kaupmannahöfn og nágrenni. Alls var rúmlega 200 vopnum stolið, aðallega skammbyssum, og hefur lögregla verið að finna þýfið hingað og þangað um borgina. Til dæmis fannst herriffill í íbúð hjá þremur mönnum á Nørrebro og gátu þeir ekki gert grein fyrir því hvernig hann rataði í hendur þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×