Erlent

Nígeríumenn æfir út í geimverumynd

Geimskip í kvikmyndinni District 9
Geimskip í kvikmyndinni District 9

Stjórnvöld í Nígeríu er æf vegna sýningar myndarinnar District 9. Kvikmyndin fjallar um aðskilnaðarhyggju suður-Afríkumanna gagnvart geimverum sem koma til jarðarinnar.

Nígeríumenn eru hinsvegar fokillir út í framleiðendur kvikmyndarinnar og segja hana sýna Nígeríumenn í neikvæðu ljósi. Meðal annars vilja þeir meina að myndin sýni þá sem mannætur, glæpamenn og vændiskonur.

Og ekki bætir úr skák að aðal illmennið í myndinni er hálfnafni fyrrum forseta Nígeríu, Olusegun Obasanjo. En illmennið gengur undir síðara nafninu í myndinni. Hann og gengi hans trúa því að þeir öðlist ofurhæfileika með því að borða geimverurnar.

Forsvarsmenn myndarinnar hjá Sony, hafna þessum ásökunum stjórnvalda Nígeríu og benda á hið augljósa; þetta er kvikmynd um geimverur og það er ekki eins og Nígeríumenn borði geimverur. Að auki er það með öllu ósannað að þær séu til yfir höfuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×