Innlent

Dómsmál: Bankastjóri kom í veg fyrir að fjármálastjóri tæki út arð

Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrum fjármálastjóri Kaupþings, fær ekki að taka út arð.
Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrum fjármálastjóri Kaupþings, fær ekki að taka út arð.

Fyrrum fjármálastjóri Kaupþings, Guðný Arna Sveinsdóttir, hefur höfðað einkamál á hendur nýja Kaupþingi/Arion banki, vegna 25 milljón króna sem hún segist eiga á reikningi í bankanum en fær ekki að taka út. Um er að ræða arð af hlutabréfum.

Samkvæmt verjanda Guðnýjar, Sigurði G. Guðjónssyni, þá sendi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, sérstakan tölvupóst þar sem hann bannaði beinlínis að peningarnir yrðu greiddir út.

Guðný Arna hætti störfum fyrir um ári síðan hjá gamla Kaupþingi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×