Erlent

Norður-Kórea segir Bandaríkin auka líkur á kjarnorkustríði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Loftmynd af kjarnorkuverinu í Yongbyon í Norður-Kóreu.
Loftmynd af kjarnorkuverinu í Yongbyon í Norður-Kóreu.

Stjórn Norður-Kóreu ásakar Bandaríkjamenn um að setja kjarnorkuflaugar sínar í Suður-Kóreu í viðbragðsstöðu og auka með því líkurnar á kjarnorkustríði. Norðurkóreska dagblaðið Tongbil Sinbo lætur þess getið að þær líkur séu nú mestar í öllum heiminum á Kóreuskaganum. Greiningaraðilar telja Norður-Kóreumenn eiga nægilegt plútónínum til að framleiða átta eða níu kjarnorkusprengjur og nú sé töluverð hætta á stríðsátökum þar sem þeir séu æfir yfir þeirri ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að leitað verði í öllum skipum á leið til landsins. Lee Myung-bak, forseti Suður-Kóreu, fer til Washington á morgun og fundar með Barack Obama um stöðu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×