Erlent

Engin svör um fóstureyðingar

Sonia Sotomayor
Sonia Sotomayor

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjanna hafa ítrekað reynt að fá Soniu Soto­mayor til að svara spurningum um afstöðu hennar til fóstureyðinga.

Hún vill þó engu svara því að þau dæmi sem nefnd hafa verið gætu komið til kasta hennar síðar í hæstarétti.

Barack Obama útnefndi hana sem dómara í hæstarétti, en öldungadeildin þarf að staðfesta útnefninguna. Yfirheyrslur yfir henni hófust í byrjun vikunnar.

Hún vildi heldur engu svara um afstöðu sína til vopnaeignar í Bandaríkjunum. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×