Danskir listamenn safna fyrir bágstadda Íslendinga 5. janúar 2009 06:00 jesper binzer söngvari og gítarleikari d-a-d Dönskum listamönnum rennur til rifja hve bágt Íslendingar í Danmörku eiga og er D-A-D nú á leið til landsins til að halda styrktartónleika fyrir þennan hóp. nordicphotos/getty Stærsta rokksveit Dana, Disneyland after Dark eða D-A-D, er á leið til Íslands og mun halda styrktartónleika fyrir Íslendinga í Danmörku á Nasa 24. janúar. D-A-D var til langs tíma sú hljómsveit sem sló lokapunktinn á Hróarskelduhátíðina og þekkja hana margir Íslendingar. D-A-D og ýmsir aðrir listamenn hafa staðið fyrir uppákomum og safnað fé handa Íslendingum í nauðum í Danmörku og hafa nú þegar íslenskir ellilífeyrisþegar og námsmenn þegið átta milljónir vegna verkefnsins. Félagsskapurinn kallar sig „Because we care“. Henrik Lövschall skólastjóri er í forsvari fyrir samtökin sem hafa aðsetur sitt í Íþróttaháskólanum í Árósum. Hann segir, í samtali við Fréttablaðið, verkefnið þannig til komið að Arnar Árnason, íslenskur lagahöfundur, sem nam við háskólann í Árósum, samdi lag sem þekktur danskur listamaður, Paul Krebbs, hreifst af. Það fylgdi sögunni að hinn íslenski námsmaður hefði þurft að hætta námi vegna efnahagsþrenginga. Þá fór boltinn að rúlla og hlóð hratt utan á sig. Auk tónlistarmanna hafa þrír danskir listamenn gefið verk sem selja á á uppboði en áætlað verðmæti er ein og hálf milljón íslenskra króna. Samtökin afhentu sjö ellilífeyrisþegum fimm þúsund krónur danskar fyrir jólin og segir Henrik að hann hefði aldrei getað ímyndað sér hversu bágar aðstæður þeirra voru. „Maður fær hreinlega í magann við að hugsa um það,“ segir Henrik. Hann segist hafa fengið urmulinn allan af tölvupósti frá fólki sem þakkar samtökunum fyrir stuðninginn. Og Henrik hvetur önnur norræn lönd til að bindast tryggðaböndum til að hjálpa Íslendingum. „Það er alveg merkilegt hvað býr mikill kraftur í þessum löndum þegar þau taka sig saman.“ Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hefur milligöngu um tónleika D-A-D ásamt Páli Eyjólfssyni og Svavari Gestssyni sendiherra. Grímur furðar sig á máttleysi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og telur snautlega að neyðarstyrkjum staðið. „Fráleitt er að koma fram við íslenska námsmenn eins og þeir séu einhverjir óreiðumenn. Og að danskir popparar og listamenn sjái sig knúna til að koma Íslendingum í Danmörku til bjargar er, já, sérstakt,“ segir Grímur Atlason og vísar þar til orða Gunnars I. Birgissonar sem er formaður stjórnar LÍN. jakob@frettabladid.is freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Stærsta rokksveit Dana, Disneyland after Dark eða D-A-D, er á leið til Íslands og mun halda styrktartónleika fyrir Íslendinga í Danmörku á Nasa 24. janúar. D-A-D var til langs tíma sú hljómsveit sem sló lokapunktinn á Hróarskelduhátíðina og þekkja hana margir Íslendingar. D-A-D og ýmsir aðrir listamenn hafa staðið fyrir uppákomum og safnað fé handa Íslendingum í nauðum í Danmörku og hafa nú þegar íslenskir ellilífeyrisþegar og námsmenn þegið átta milljónir vegna verkefnsins. Félagsskapurinn kallar sig „Because we care“. Henrik Lövschall skólastjóri er í forsvari fyrir samtökin sem hafa aðsetur sitt í Íþróttaháskólanum í Árósum. Hann segir, í samtali við Fréttablaðið, verkefnið þannig til komið að Arnar Árnason, íslenskur lagahöfundur, sem nam við háskólann í Árósum, samdi lag sem þekktur danskur listamaður, Paul Krebbs, hreifst af. Það fylgdi sögunni að hinn íslenski námsmaður hefði þurft að hætta námi vegna efnahagsþrenginga. Þá fór boltinn að rúlla og hlóð hratt utan á sig. Auk tónlistarmanna hafa þrír danskir listamenn gefið verk sem selja á á uppboði en áætlað verðmæti er ein og hálf milljón íslenskra króna. Samtökin afhentu sjö ellilífeyrisþegum fimm þúsund krónur danskar fyrir jólin og segir Henrik að hann hefði aldrei getað ímyndað sér hversu bágar aðstæður þeirra voru. „Maður fær hreinlega í magann við að hugsa um það,“ segir Henrik. Hann segist hafa fengið urmulinn allan af tölvupósti frá fólki sem þakkar samtökunum fyrir stuðninginn. Og Henrik hvetur önnur norræn lönd til að bindast tryggðaböndum til að hjálpa Íslendingum. „Það er alveg merkilegt hvað býr mikill kraftur í þessum löndum þegar þau taka sig saman.“ Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hefur milligöngu um tónleika D-A-D ásamt Páli Eyjólfssyni og Svavari Gestssyni sendiherra. Grímur furðar sig á máttleysi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og telur snautlega að neyðarstyrkjum staðið. „Fráleitt er að koma fram við íslenska námsmenn eins og þeir séu einhverjir óreiðumenn. Og að danskir popparar og listamenn sjái sig knúna til að koma Íslendingum í Danmörku til bjargar er, já, sérstakt,“ segir Grímur Atlason og vísar þar til orða Gunnars I. Birgissonar sem er formaður stjórnar LÍN. jakob@frettabladid.is freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira