Danskir listamenn safna fyrir bágstadda Íslendinga 5. janúar 2009 06:00 jesper binzer söngvari og gítarleikari d-a-d Dönskum listamönnum rennur til rifja hve bágt Íslendingar í Danmörku eiga og er D-A-D nú á leið til landsins til að halda styrktartónleika fyrir þennan hóp. nordicphotos/getty Stærsta rokksveit Dana, Disneyland after Dark eða D-A-D, er á leið til Íslands og mun halda styrktartónleika fyrir Íslendinga í Danmörku á Nasa 24. janúar. D-A-D var til langs tíma sú hljómsveit sem sló lokapunktinn á Hróarskelduhátíðina og þekkja hana margir Íslendingar. D-A-D og ýmsir aðrir listamenn hafa staðið fyrir uppákomum og safnað fé handa Íslendingum í nauðum í Danmörku og hafa nú þegar íslenskir ellilífeyrisþegar og námsmenn þegið átta milljónir vegna verkefnsins. Félagsskapurinn kallar sig „Because we care“. Henrik Lövschall skólastjóri er í forsvari fyrir samtökin sem hafa aðsetur sitt í Íþróttaháskólanum í Árósum. Hann segir, í samtali við Fréttablaðið, verkefnið þannig til komið að Arnar Árnason, íslenskur lagahöfundur, sem nam við háskólann í Árósum, samdi lag sem þekktur danskur listamaður, Paul Krebbs, hreifst af. Það fylgdi sögunni að hinn íslenski námsmaður hefði þurft að hætta námi vegna efnahagsþrenginga. Þá fór boltinn að rúlla og hlóð hratt utan á sig. Auk tónlistarmanna hafa þrír danskir listamenn gefið verk sem selja á á uppboði en áætlað verðmæti er ein og hálf milljón íslenskra króna. Samtökin afhentu sjö ellilífeyrisþegum fimm þúsund krónur danskar fyrir jólin og segir Henrik að hann hefði aldrei getað ímyndað sér hversu bágar aðstæður þeirra voru. „Maður fær hreinlega í magann við að hugsa um það,“ segir Henrik. Hann segist hafa fengið urmulinn allan af tölvupósti frá fólki sem þakkar samtökunum fyrir stuðninginn. Og Henrik hvetur önnur norræn lönd til að bindast tryggðaböndum til að hjálpa Íslendingum. „Það er alveg merkilegt hvað býr mikill kraftur í þessum löndum þegar þau taka sig saman.“ Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hefur milligöngu um tónleika D-A-D ásamt Páli Eyjólfssyni og Svavari Gestssyni sendiherra. Grímur furðar sig á máttleysi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og telur snautlega að neyðarstyrkjum staðið. „Fráleitt er að koma fram við íslenska námsmenn eins og þeir séu einhverjir óreiðumenn. Og að danskir popparar og listamenn sjái sig knúna til að koma Íslendingum í Danmörku til bjargar er, já, sérstakt,“ segir Grímur Atlason og vísar þar til orða Gunnars I. Birgissonar sem er formaður stjórnar LÍN. jakob@frettabladid.is freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Stærsta rokksveit Dana, Disneyland after Dark eða D-A-D, er á leið til Íslands og mun halda styrktartónleika fyrir Íslendinga í Danmörku á Nasa 24. janúar. D-A-D var til langs tíma sú hljómsveit sem sló lokapunktinn á Hróarskelduhátíðina og þekkja hana margir Íslendingar. D-A-D og ýmsir aðrir listamenn hafa staðið fyrir uppákomum og safnað fé handa Íslendingum í nauðum í Danmörku og hafa nú þegar íslenskir ellilífeyrisþegar og námsmenn þegið átta milljónir vegna verkefnsins. Félagsskapurinn kallar sig „Because we care“. Henrik Lövschall skólastjóri er í forsvari fyrir samtökin sem hafa aðsetur sitt í Íþróttaháskólanum í Árósum. Hann segir, í samtali við Fréttablaðið, verkefnið þannig til komið að Arnar Árnason, íslenskur lagahöfundur, sem nam við háskólann í Árósum, samdi lag sem þekktur danskur listamaður, Paul Krebbs, hreifst af. Það fylgdi sögunni að hinn íslenski námsmaður hefði þurft að hætta námi vegna efnahagsþrenginga. Þá fór boltinn að rúlla og hlóð hratt utan á sig. Auk tónlistarmanna hafa þrír danskir listamenn gefið verk sem selja á á uppboði en áætlað verðmæti er ein og hálf milljón íslenskra króna. Samtökin afhentu sjö ellilífeyrisþegum fimm þúsund krónur danskar fyrir jólin og segir Henrik að hann hefði aldrei getað ímyndað sér hversu bágar aðstæður þeirra voru. „Maður fær hreinlega í magann við að hugsa um það,“ segir Henrik. Hann segist hafa fengið urmulinn allan af tölvupósti frá fólki sem þakkar samtökunum fyrir stuðninginn. Og Henrik hvetur önnur norræn lönd til að bindast tryggðaböndum til að hjálpa Íslendingum. „Það er alveg merkilegt hvað býr mikill kraftur í þessum löndum þegar þau taka sig saman.“ Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, hefur milligöngu um tónleika D-A-D ásamt Páli Eyjólfssyni og Svavari Gestssyni sendiherra. Grímur furðar sig á máttleysi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og telur snautlega að neyðarstyrkjum staðið. „Fráleitt er að koma fram við íslenska námsmenn eins og þeir séu einhverjir óreiðumenn. Og að danskir popparar og listamenn sjái sig knúna til að koma Íslendingum í Danmörku til bjargar er, já, sérstakt,“ segir Grímur Atlason og vísar þar til orða Gunnars I. Birgissonar sem er formaður stjórnar LÍN. jakob@frettabladid.is freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira