Lífið

Ragnheiður tekur við af Lay Low

Lay Low getur ekki tekið þátt í flutningi Ökutíma og því tekur Ragnheiður Gröndal keflinu og flytur tónlistina í sýningunni.
Lay Low getur ekki tekið þátt í flutningi Ökutíma og því tekur Ragnheiður Gröndal keflinu og flytur tónlistina í sýningunni.
Sýningar á verðlaunaleikritinu Ökutímar hefjast í Borgarleikhúsinu 2. maí næstkomandi en uppsetning verksins fékk afbragðs viðtökur hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári. Söngkonurnar Lay Low og Ragnheiður Gröndal munu af þessu tilefni hljóðrita nýja útgáfu lagsins Saman en lagið er eitt fjölmargra sem Lay Low samdi fyrir sýninguna og hampaði Grímunni fyrir.

Lay Low er bókuð við spilamennsku víða um heim nær allt þetta ár og því var ljóst að hún gæti ekki tekið þátt í flutningi Ökutíma þótt hún glöð vildi. Ragnheiður Gröndal tekur við keflinu af Lay Low og flytur tónlistina í sýningunni.

Fram kemur í tilkynningu að miðasala hefst miðvikudaginn 15. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.