Dúbaí gæti hrundið af stað nýrri kreppu 28. nóvember 2009 06:00 Kaldranaleg glæsiveröld Uppbyggingin í Dúbaí undanfarin ár hefur einkennst af gríðarlegum metnaði og gegndarlausu óhófi.Nordicphotos/AFP Fréttir af gríðarlegri skuldsetningu og hugsanlega yfirvofandi efnahagshruni í Dúbaí ollu titringi í viðskiptalífi um heim allan. Ótti hefur vaknað um að vandræðin í Dúbaí hafi keðjuverkandi áhrif og endi í nýrri heimskreppu. Dubai World er fyrirtækjasamsteypan sem hefur verið í fararbroddi uppbyggingarinnar í Dúbaí síðustu árin. Sú uppbygging hefur einkennst af bæði gríðarlegum metnaði og gegndarlausu óhófi sem vart á sér neina hliðstæðu. Reistar hafa verið glæsibyggingar, háhýsi og nýir eyjaklasar búnir til við ströndina. Stærsta hús heims er risið þar, og fylgja möguleikar á að hækka það ef aðrir taka upp á að byggja hærra. Öll þessi uppbygging er að stórum hluta framkvæmd fyrir lánsfé, sem reynst hefur erfitt að standa í skilum með. Litlar tekjur eru af nýju glæsimannvirkjunum og olíuauðurinn getur ekki bjargað Dúbaí, því hann er minni þar en víðast hvar í arabaheiminum. Dubai World skuldar 60 milljarða dala og vill fá hálfs árs frest til að gera upp sín mál. Þegar sú beiðni barst voru helstu bankar heims ekki lengi að lækka lánshæfismat annarra stórfyrirtækja í Dúbaí. Lækkun varð í kauphöllum víða um heim. Veruleg hætta þykir á að skuldirnar fáist aldrei greiddar nema kannski að hluta. Sextíu milljarða skuld Dubai World er stór hluti allra skulda Dúbaí erlendis, því þær nema í heild áttatíu milljörðum dala. Tapið myndi lenda á stórum bönkum erlendis. Bresku bankarnir HSBC Holdings og Standard Chartered gætu tapað samtals 788 milljónum dala. Þriðji stærsti banki Japans, sem heitir Sumitomo Mitsui Financial Group, gæti sömuleiðis lent í vandræðum, því hann á einnig hundruð milljónir dala hjá ofurskuldsettum fyrirtækjum í Dúbaí. Byggingafyrirtæki í Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu gætu einnig farið illa út úr þessu, því þau hafa verið fengin til að reisa allar nýju byggingarnar í Dúbaí. Verði stórir bankar víða um heim fyrir áfalli vegna hruns í Dúbaí má búast við að þeir þurfi að halda að sér höndum í lánveitingum, sem gæti þýtt nýja lánsfjárkreppu, líka þeirri sem olli hruninu fyrir rúmu ári. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Fréttir af gríðarlegri skuldsetningu og hugsanlega yfirvofandi efnahagshruni í Dúbaí ollu titringi í viðskiptalífi um heim allan. Ótti hefur vaknað um að vandræðin í Dúbaí hafi keðjuverkandi áhrif og endi í nýrri heimskreppu. Dubai World er fyrirtækjasamsteypan sem hefur verið í fararbroddi uppbyggingarinnar í Dúbaí síðustu árin. Sú uppbygging hefur einkennst af bæði gríðarlegum metnaði og gegndarlausu óhófi sem vart á sér neina hliðstæðu. Reistar hafa verið glæsibyggingar, háhýsi og nýir eyjaklasar búnir til við ströndina. Stærsta hús heims er risið þar, og fylgja möguleikar á að hækka það ef aðrir taka upp á að byggja hærra. Öll þessi uppbygging er að stórum hluta framkvæmd fyrir lánsfé, sem reynst hefur erfitt að standa í skilum með. Litlar tekjur eru af nýju glæsimannvirkjunum og olíuauðurinn getur ekki bjargað Dúbaí, því hann er minni þar en víðast hvar í arabaheiminum. Dubai World skuldar 60 milljarða dala og vill fá hálfs árs frest til að gera upp sín mál. Þegar sú beiðni barst voru helstu bankar heims ekki lengi að lækka lánshæfismat annarra stórfyrirtækja í Dúbaí. Lækkun varð í kauphöllum víða um heim. Veruleg hætta þykir á að skuldirnar fáist aldrei greiddar nema kannski að hluta. Sextíu milljarða skuld Dubai World er stór hluti allra skulda Dúbaí erlendis, því þær nema í heild áttatíu milljörðum dala. Tapið myndi lenda á stórum bönkum erlendis. Bresku bankarnir HSBC Holdings og Standard Chartered gætu tapað samtals 788 milljónum dala. Þriðji stærsti banki Japans, sem heitir Sumitomo Mitsui Financial Group, gæti sömuleiðis lent í vandræðum, því hann á einnig hundruð milljónir dala hjá ofurskuldsettum fyrirtækjum í Dúbaí. Byggingafyrirtæki í Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu gætu einnig farið illa út úr þessu, því þau hafa verið fengin til að reisa allar nýju byggingarnar í Dúbaí. Verði stórir bankar víða um heim fyrir áfalli vegna hruns í Dúbaí má búast við að þeir þurfi að halda að sér höndum í lánveitingum, sem gæti þýtt nýja lánsfjárkreppu, líka þeirri sem olli hruninu fyrir rúmu ári. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira