Erlent

Aðskilnaðarsinnar taldir bera ábyrgð á slysinu

Að minnsta kosti þrjátíu fórust í slysinu og um eitt hundrað slösuðust.
Að minnsta kosti þrjátíu fórust í slysinu og um eitt hundrað slösuðust. Mynd/AP
Grunur leikur á að aðskilnaðarsinnar frá Téténíu séu ábyrgir fyrir lestarslysinu í Rússlandi í gærkvöldi. Að minnsta kosti þrjátíu fórust í slysinu og um eitt hundrað slösuðust.

Fréttastofa BBC greindi frá því fyrr í dag að yfirmaður rússnesku ríkisjárnbrautanna segir frumrannsókn leiða líkur að því að hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Sjónvarvottar halda því fram að sést hafi til tveggja manna sem tengjast aðskilnaðarhreyfingu Téténa hafi sést við brautarteinanna auk þess sem sprengigígur sé við slysstað.

Slysið varð þegar lest sem var á leið frá Moskvu til Pétursborgar fór af sporinu en vitni greina frá því að rétt áður en það gerðist hafi hár hvellur heyrst. Um 660 manns voru í lestinni.

Á sömu leið hefur fjöldi hryðjuverka verið framið frá árinu 1991 sem herskáir Téténar eru taldir ábyrgir fyrir.




Tengdar fréttir

Mannskætt lestarslys í Rússlandi

Að minnsta kosti 30 manns fórust í lestarslysi í Rússlandi í gærkvöld, 60 eru slasaðir. Yfirvöld þar í landi hafa þegar hafið rannsókn á því hvort hryðjuverk hafi verið framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×