Erlent

Ómannaður kafbátur í fyrsta sinn yfir Atlantshaf

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Förin hefst í New Jersey í apríl.
Förin hefst í New Jersey í apríl.

Ómannaður smákafbátur, smíðaður af Bandaríkjamönnum, hefur skilað sér til Baiona á Spáni eftir rúmlega 7.400 kílómetra siglingu frá New Jersey, þvert yfir Atlantshafið. Báturinn lagði upp í siglinguna í apríl og var 221 dag á leiðinni en hann gengur ekki fyrir neinu vélarafli heldur er eingöngu knúinn áfram af hafstraumum. Eina orkan sem hann notar er til að breyta stöðu stýrisugga sinna og færa sig þannig milli strauma, en til þess hefur hann rafhlöður. Þetta er í fyrsta sinn sem tekst að senda ómannaðan kafbát þessa vegalengd en tilraun, sem gerð var í fyrra, mistókst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×