Fyrirvarar við Icesave-samning frá sjónarhóli hollensks borgara 25. september 2009 06:00 Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Sjá meira
Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar