Innlent

Bobbinn í bobba: Ákærður fyrir kannabisræktun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Þorkelsson leikur Bobbann.
Sigurður Þorkelsson leikur Bobbann.
Sigurður Þorkelsson, sem leikur Bobbann í auglýsingum Sjóvá, hefur ásamt Teiti Ólafi Marshall verið ákærður fyrir að rækta kannabisplöntur. Lögreglan stöðvaði ræktun þeirra sem fór fram að Freyjubrunni í Reykjavík þann 28. mars síðastliðinn. Samkvæmt ákæru höfðu þeir félagarnir þá í vörslum sínum 2 kíló af maríjúana og 181 kannabisplöntu en efnið var ætlað til sölu og dreifingar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni játuðu ákærðu báðir sök í málinu við þingfestingu þess í gær. Málinu hefur verið frestað til 6. janúar þar sem ákærðu óskuðu eftir fresti til að kynna sér betur gögn málsins.

Auglýsingar Sjóvá eru fjórar talsins, en Sigurður sagði í samtali við Fréttablaðið í lok október að hann væri opinn fyrir því að túlka Bobbann aftur. „Já, Bobbinn er kominn til að vera," sagði Sigurður þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×