Innlent

Tuttugasti útifundur Radda fólksins

Frá mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli i haust.
Frá mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli i haust.
Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli á morgun en þetta er tuttugasti laugardaginn í röð sem samtökin boða til mótmælafundar. Sem fyrr er fundað undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.     

 

,,Það verður aldrei nægilega oft undirstrikað að á bakvið þessa fundi eru ekki nein stjórnmálasamtök né stjórnmálahreyfing, heldur er þetta sjálfsprottið og ólaunað framtak tilkomið vegna mannréttindabrota á heilli þjóð," segir í tilkynningu frá samtökunum.

Marinó G. Njálsson ráðgjafi og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra flytja erindi á fundinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×