Enski boltinn

Ferdinand: Við fáum ekki vítaspyrnur

Nordic Photos/Getty Images

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United segir að liðið fái sjaldan dæmdar vítaspyrnur í leikjum af því dómarar láti ummæli í fjölmiðlum hafa áhrif á sig.

Mörgum þótti sem United liðinu hefði verið neitað um klára vítaspyrnu í bikarleiknum gegn Everton í gær þegar Phil Jagielka virtist brjóta á Danny Welbeck innan teigs. United mönnum til mikillar furðu dæmdi Mike Riley ekki vítaspyrnu, en Everton hafði sett spurningamerki við að Riley hefði verið settur á leikinn í stað Steve Bennett.

"Ég veit ekki af hverju dómarinn dæmdi ekki víti en svona er þetta. Við fáum ekki margar vítaspyrnur þessa dagana. Dómarar hika við að gefa okkur víti. Kannski eru þeir undir pressu vegna ummæla fólks í fjölmiðlum, en við ætlum ekki að velta okkur upp úr þessu. Þegar upp var staðið vorum við ekki nógu góðir í vítakeppninni," sagði Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×