Innlent

Húsbruni á Akureyri - einn fluttur á slysadeild

Mikill eldsmatur er í timburhúsinu.
Mikill eldsmatur er í timburhúsinu. MYND/Elísa á Landpóstinum.

Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hrafnabjörg á Akureyri á tíunda tímanum í morgun. Að sögn lögreglu stendur slökkvistarf enn yfir en um gamalt timburhús er að ræða.

Einn íbúi var fluttur á slysadeild en óljóst er á þessari stundu hvort hann hafi verið sóttur inn úi húsið eða hvort hann hafi komist út af sjálfsdáðum. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum en glóð leynist víða og er gert ráð fyrir að slökkvistarfið standi yfir eitthvað fram eftir degi.

Á fréttavef fjölmiðlafræðinema á Akureyri er að finna fjölmargar myndir af slökkvistarfinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×