Er rógur lævís flótti frá raunveruleikanum? Hjörleifur Jakobsson skrifar 31. janúar 2009 06:00 Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. Ég er hinsvegar fullviss sem fyrr um að þegar að rykið sest og umrædd mál hafa verið rannsökuð ofan í kjölinn, muni hið sanna koma í ljós. Ég sakna hinsvegar dýpri og upplýstari umræðu um ástæður þess að við Íslendingar erum í svona slæmum málum og hvernig hinn raunverulegi kostnaður þjóðarinnar er tilkominn. Slæm staða þjóðarinnarAð mínu mati eru það einkum fimm atriði sem valda því að staða okkar sem þjóðar er jafn slæm í dag og raun ber vitni: 1. Íslenska krónan, peningamálastefna Seðlabankans og framkvæmd hennar undanfarin ár. Það virðist nú fallið í gleymskunnar dá að flestir hagfræðingar spáðu því að þessi stefna myndi óhjákvæmilega ein og sér leiða til kreppu á Íslandi og skerðingar lífskjara. Nú er auðvelt að kenna heimskreppu og hruni bankanna um öll okkar vandamál. Því miður er þetta ekki svona einfalt. Íslenskt hagkerfi var í stórkostlegum vandræðum fyrir vegna þess að þjóðin hafði búið við falskan kaupmátt árum saman og var búin að eyða langt um efni fram. Þetta á við um alla: ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og almenning. Einstaklingar og fyrirtæki voru í raun þvinguð til að taka erlend lán á sínar íslensku eignir með velþóknun Seðlabankans og síðan eru menn gagnrýndir fyrir að „fara á móti krónunni" þegar þeir vilja frekar hafa lánin sín í íslenskum krónum! 2. Íslensku bankarnar uxu of hratt og voru of stórir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Stuðningur Seðlabankans við viðskiptabankana var lítill. Viðbrögð hans við stækkun bankanna var að stinga hausnum í sandinn og sama átti við þegar að kreppti. 3. Alþjóðlega fjármálakreppan, nú nefnd heimskreppa. Fróðlegt er að lesa skýrslu IMF um framtíðarhorfur einstakra landa. 4. Aðgerðarleysi Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðuneytis við óábyrgri útþenslu Icesave á reikning þjóðarinnar. 5. Aðferðarfræðin við þjóðnýtingu Glitnis og setning neyðarlaganna. Sagan mun sýna að þessi nálgun var stórkostleg mistök og lykilatriði í falli bankanna. Athyglisvert er að skoða hvernig seðlabankastjóri gjörsamlega vanmat stöðuna og áhrif aðgerða sinna eins og ágætlega er fjallað er um í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu s.l. fimmtudag. Tap þjóðar og almenningsAthyglisvert er að skoða hvert menn beina spjótum sínum í dag og hins vegar hverjir eru ábyrgir fyrir tapi þjóðar og almennings. Þar er lítil samsvörun.Hluthafar. Hluthafar bankanna hafa tapað öllu og hluthafar annarra fyrirtækja tapað miklu. Mikil lækkun hlutabréfa er því miður ekki séríslenskt fyrirbæri. Hluthafar eiga ekki að biðja um samúð. Þeir taka áhættu; tapa stundum en hagnast vonandi oftar. Viðskiptavinir bankanna. Útlit er fyrir að allar innistæður í Kaupþingi fáist greiddar öfugt við innistæður þeirra sem lögðu sitt fé t.d. inn í dótturbanka annarra íslenskra banka. Einnig er áhugavert að skoða afkomu lífeyrissjóða í vörslu bankanna. Persónulega hef ég lagt minn viðbótarsparnað í Frjálsa 3 sem er varfærnasta sparnaðarleiðin hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum sem er í rekstri Kaupþings. Þessi sparnaðarleið gaf viðskiptavinum sjóðsins 23,1% jákvæða ávöxtun fyrstu 11 mánuði 2008 meðan sambærilegir sjóðir annarra íslenskra banka gáfu verulega neikvæða ávöxtun. Þar munar tugmilljörðum í ávöxtun fyrir íslenska launþega. Ávöxtun peningamarkaðssjóða var einnig áberandi best hjá Kaupþingi þrátt fyrir sérstaka innspýtingu inn í sjóði Glitnis og Landsbankans með velþóknun ráðamanna. Þjóðin. Tjón þjóðarinnar er margvíslegt. Eftir stendur stór erlend skuld vegna Icesave sem útlit er fyrir að þjóðin þurfi að greiða. Endanlegur reikningur er ókominn en ég er hræddur um að hann verði á bilinu 300-500 milljarðar króna. Þjóðin mun hinsvegar ekki þurfa að borga eina einustu krónu vegna Kaupþing Edge. Ónýtur gjaldmiðill. Erlendir fjárfestar eiga nú hundruð milljarða króna á Íslandi sem þeir vilja losna við og kaupa evrur í staðinn. Þetta myndar tappa í gjaldeyriskerfinu sem er tilkominn vegna peningamálastefnunnar þegar fjármunir soguðust til Íslands vegna fáránlegra hárra vaxta í boði Seðlabanka og ríkisstjórnar. Þessi tappi verður ekki leystur nema með áframhaldandi gjaldeyrishöftum eða að þjóðin noti lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og auki þannig vaxtagjöld þjóðarinnar um tugi milljarða á ári. Lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega komið að lausninni með að selja hluta af erlendum eignum sínum í þessu skyni. Tap Seðlabankans af lánum til íslenskrar fjármálafyrirtækja verður afgreitt með prentun peninga, tilheyrandi verðbólgu og veikingu krónunnar. Dæmi eru um að Seðlabankinn hafi lánað einstökum bönkum upphæðir sem nema þrettánföldu eigin fé viðkomandi banka! Endurfjármögnun viðskiptabankanna krefst útgjalda en vonandi fær þjóðin þann kostnað endurgreiddan síðar við sölu þeirra eða í formi arðgreiðslna. Eitt stærsta tjónið er þó að mínu mati sá missir sem bankaumhverfið er fyrir allan þann mannauð sem þar starfaði og í þeim ráðgjafafyrirtækjum sem þjónuðu þessum fyrirtækjum. Þau þekkingarstörf koma því miður ekki aftur í bráð. Fýsir fjölmiðla ekki að fjalla um framangreint? Þetta er það sem við þurfum að lifa við næstu árin. Eitt að því fyrsta sem ég lærði í stjórnun er það verklag að búta stór verkefni niður í smærri; þú gleypir ekki fílinn í einum bita. Þannig er það líka með vandamál þjóðarinnar í dag. Ástæður vandans eru margþættar eins og hér hefur verið tæpt á. Full ástæða er til að rannsaka öll þau mál ofan í kjölinn. Ég fagna slíkri rannsókn og hef trú á að hluthafar og stjórnendur Kaupþings komi sterkir frá þeim leik. Á sama hátt er uppbyggingin stórt verkefni þar sem mikilvægt er að leiðin sé rétt vörðuð. Höfundur sat í stjórn Kaupþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Sem fyrrverandi stjórnarmanni í Kaupþingi blöskrar mér hin ósanngjarna umræða að undanförnu um málefni bankans. Markvisst hefur verið lekið óljósum og misvísandi upplýsingum til fjölmiðla til að þyrla upp moldviðri og lævísar smjörklípur ganga ómeltar á milli fjölmiðla og almennings. Ég er hinsvegar fullviss sem fyrr um að þegar að rykið sest og umrædd mál hafa verið rannsökuð ofan í kjölinn, muni hið sanna koma í ljós. Ég sakna hinsvegar dýpri og upplýstari umræðu um ástæður þess að við Íslendingar erum í svona slæmum málum og hvernig hinn raunverulegi kostnaður þjóðarinnar er tilkominn. Slæm staða þjóðarinnarAð mínu mati eru það einkum fimm atriði sem valda því að staða okkar sem þjóðar er jafn slæm í dag og raun ber vitni: 1. Íslenska krónan, peningamálastefna Seðlabankans og framkvæmd hennar undanfarin ár. Það virðist nú fallið í gleymskunnar dá að flestir hagfræðingar spáðu því að þessi stefna myndi óhjákvæmilega ein og sér leiða til kreppu á Íslandi og skerðingar lífskjara. Nú er auðvelt að kenna heimskreppu og hruni bankanna um öll okkar vandamál. Því miður er þetta ekki svona einfalt. Íslenskt hagkerfi var í stórkostlegum vandræðum fyrir vegna þess að þjóðin hafði búið við falskan kaupmátt árum saman og var búin að eyða langt um efni fram. Þetta á við um alla: ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og almenning. Einstaklingar og fyrirtæki voru í raun þvinguð til að taka erlend lán á sínar íslensku eignir með velþóknun Seðlabankans og síðan eru menn gagnrýndir fyrir að „fara á móti krónunni" þegar þeir vilja frekar hafa lánin sín í íslenskum krónum! 2. Íslensku bankarnar uxu of hratt og voru of stórir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Stuðningur Seðlabankans við viðskiptabankana var lítill. Viðbrögð hans við stækkun bankanna var að stinga hausnum í sandinn og sama átti við þegar að kreppti. 3. Alþjóðlega fjármálakreppan, nú nefnd heimskreppa. Fróðlegt er að lesa skýrslu IMF um framtíðarhorfur einstakra landa. 4. Aðgerðarleysi Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðuneytis við óábyrgri útþenslu Icesave á reikning þjóðarinnar. 5. Aðferðarfræðin við þjóðnýtingu Glitnis og setning neyðarlaganna. Sagan mun sýna að þessi nálgun var stórkostleg mistök og lykilatriði í falli bankanna. Athyglisvert er að skoða hvernig seðlabankastjóri gjörsamlega vanmat stöðuna og áhrif aðgerða sinna eins og ágætlega er fjallað er um í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu s.l. fimmtudag. Tap þjóðar og almenningsAthyglisvert er að skoða hvert menn beina spjótum sínum í dag og hins vegar hverjir eru ábyrgir fyrir tapi þjóðar og almennings. Þar er lítil samsvörun.Hluthafar. Hluthafar bankanna hafa tapað öllu og hluthafar annarra fyrirtækja tapað miklu. Mikil lækkun hlutabréfa er því miður ekki séríslenskt fyrirbæri. Hluthafar eiga ekki að biðja um samúð. Þeir taka áhættu; tapa stundum en hagnast vonandi oftar. Viðskiptavinir bankanna. Útlit er fyrir að allar innistæður í Kaupþingi fáist greiddar öfugt við innistæður þeirra sem lögðu sitt fé t.d. inn í dótturbanka annarra íslenskra banka. Einnig er áhugavert að skoða afkomu lífeyrissjóða í vörslu bankanna. Persónulega hef ég lagt minn viðbótarsparnað í Frjálsa 3 sem er varfærnasta sparnaðarleiðin hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum sem er í rekstri Kaupþings. Þessi sparnaðarleið gaf viðskiptavinum sjóðsins 23,1% jákvæða ávöxtun fyrstu 11 mánuði 2008 meðan sambærilegir sjóðir annarra íslenskra banka gáfu verulega neikvæða ávöxtun. Þar munar tugmilljörðum í ávöxtun fyrir íslenska launþega. Ávöxtun peningamarkaðssjóða var einnig áberandi best hjá Kaupþingi þrátt fyrir sérstaka innspýtingu inn í sjóði Glitnis og Landsbankans með velþóknun ráðamanna. Þjóðin. Tjón þjóðarinnar er margvíslegt. Eftir stendur stór erlend skuld vegna Icesave sem útlit er fyrir að þjóðin þurfi að greiða. Endanlegur reikningur er ókominn en ég er hræddur um að hann verði á bilinu 300-500 milljarðar króna. Þjóðin mun hinsvegar ekki þurfa að borga eina einustu krónu vegna Kaupþing Edge. Ónýtur gjaldmiðill. Erlendir fjárfestar eiga nú hundruð milljarða króna á Íslandi sem þeir vilja losna við og kaupa evrur í staðinn. Þetta myndar tappa í gjaldeyriskerfinu sem er tilkominn vegna peningamálastefnunnar þegar fjármunir soguðust til Íslands vegna fáránlegra hárra vaxta í boði Seðlabanka og ríkisstjórnar. Þessi tappi verður ekki leystur nema með áframhaldandi gjaldeyrishöftum eða að þjóðin noti lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og auki þannig vaxtagjöld þjóðarinnar um tugi milljarða á ári. Lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega komið að lausninni með að selja hluta af erlendum eignum sínum í þessu skyni. Tap Seðlabankans af lánum til íslenskrar fjármálafyrirtækja verður afgreitt með prentun peninga, tilheyrandi verðbólgu og veikingu krónunnar. Dæmi eru um að Seðlabankinn hafi lánað einstökum bönkum upphæðir sem nema þrettánföldu eigin fé viðkomandi banka! Endurfjármögnun viðskiptabankanna krefst útgjalda en vonandi fær þjóðin þann kostnað endurgreiddan síðar við sölu þeirra eða í formi arðgreiðslna. Eitt stærsta tjónið er þó að mínu mati sá missir sem bankaumhverfið er fyrir allan þann mannauð sem þar starfaði og í þeim ráðgjafafyrirtækjum sem þjónuðu þessum fyrirtækjum. Þau þekkingarstörf koma því miður ekki aftur í bráð. Fýsir fjölmiðla ekki að fjalla um framangreint? Þetta er það sem við þurfum að lifa við næstu árin. Eitt að því fyrsta sem ég lærði í stjórnun er það verklag að búta stór verkefni niður í smærri; þú gleypir ekki fílinn í einum bita. Þannig er það líka með vandamál þjóðarinnar í dag. Ástæður vandans eru margþættar eins og hér hefur verið tæpt á. Full ástæða er til að rannsaka öll þau mál ofan í kjölinn. Ég fagna slíkri rannsókn og hef trú á að hluthafar og stjórnendur Kaupþings komi sterkir frá þeim leik. Á sama hátt er uppbyggingin stórt verkefni þar sem mikilvægt er að leiðin sé rétt vörðuð. Höfundur sat í stjórn Kaupþings.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun