Innlent

Stjórnmálafræðingar vilja endurheimta stolnar fartölvur

Brotist var inn í Háskóla Íslands í nótt.
Brotist var inn í Háskóla Íslands í nótt.

Brotist var inn í húsnæði Háskóla Íslands í nótt og voru tvær fartölvur teknar ófrjálsri hendi. Eigandi annarrar tölvunnar var til að mynda nýbúinn að setja inn jólamyndir af börnum og fjölskyldu þegar tölvunni var stolið.

Innbrotið átti sér stað seint í nótt en þjófurinn komst inn með því að brjóta rúðu í skrifstofuhúsnæðið hásólabyggingarinnar Gimli. Þar fór þjófurinn, eða þjófarnir, ránshendi, tóku fartölvurnar tvær og brutu sér svo leið út um annan glugga.

Háskólayfirvöld tilkynntu stuldin strax til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tölvurnar eru merktar háskólanum en undir þeim má finna strikamerki.

„Þessa tölvur eru mjög verðmætar fyrir eigandann," segir stjórnmálafræðingurinn Einar Mar Þórðarson, sem vill endurheimta tölvurnar sem fyrst en hann er þó ekki eigandi þeirra. Ef fólk verður vart við tölvurnar þá er því bent á að hafa samaband við lögregluna í síma 4441000 eða á fréttastofu Vísis í síma 5125297.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×