Innlent

Framsóknarmenn fagna siðareglum fyrir borgarfulltrúa

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Borgarstjórnarflokkur Framsóknarflokksins fagnar tillögum að siðareglum kjörinnna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg en bendir jafnframt á nauðsyn þess að þær verði endurskoðaðar eftir tvö ár. Þá telur flokkurinn að hafa bera nokkur atriði í huga við lokaafgreiðslu reglnanna.

Þetta kemur fram í bréfi sem Óskar Bergsson, borgarfulltrúi flokksins, lagði fram á fundi borgarráðs í dag. Áður höfðu aðrir borgarstjórnarflokkar skilað af sér umsögn um reglurnar.

Starfshópur vann að siðareglunum undir forystu Magnúsar Gylfasonar, aðstoðarmanns borgarstjóra, og var hópurinn skipaður af borgarráði 28. ágúst í kjölfar umræðu um siðareglur borgarfulltrúa og annarra kjörinna fulltrúa. Tillögur hópsins voru lagðar fram á fundi borgarráðs 11. desember.

Samkvæmt tillögunum eiga kjörnir fulltrúar að forðast hagsmunaárekstra og gæta þess að fara ekki út fyrir umboð sitt í störfum sínum og virða verkaskiptingu í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar.

Framsóknarmenn telja siðareglur og aðrar reglur verði orðaðar með þeim hætti að það geti ekki valdið óþarfa misskilningi. Nokkur dæmi séu um það í tillögunum og leggja þeir til breytingar.

Þá er borgarstjórnarflokkurinn hlynntur því að útfærðar verði leiðbeinandi upplýsingar um fjármál og hagsmunatengsl kjörinna fulltrúa og vísar í því sambandi til fordæmis þingflokks Framsóknarflokksins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×