Innlent

Áhyggjur af námsmönnum

Birkir Jón og Katrín.
Birkir Jón og Katrín.
Menntamálaráðherra segir eðlilegt að hafa áhyggjur af því þegar tugir þúsunda námsmanna koma á vinnumarkaðinn í vor, í því mikla atvinnuleysi sem nú er í þjóðfélaginu.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti áhyggjum sínum af stöðu atvinnumálum námsmanna í vor, þegar þeir koma tugþúsundum saman út á vinnumarkaðinn ofan í það mikla atvinnuleysi sem nú ríkir. Hann vildi vita hvernig menntamálaráðherra hyggðist bregðast við þessari stöðu.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sagði eðlilegt að menn hefðu áhyggjur af þessari stöðu. Hún hefði síðast í gær rætt við fulltrúa framhaldsskólanema sem lýst hefðu áhyggjum að sumarstörfum framhaldsskólanema.

Vinnurhópur mun vinna að tillögum í málaflokknum, að sögn Katrínar. Hópurinn á að vinna hratt. Þá upplýsti hún að annar vinnuhópur væri að störfum sem ætti að fara yfir samspil Lánasjóðs íslenskra námsmanna og vinnumarkaðarins. Þá kæmi einnig til greina að auka námsframboð í sumar fyrir þá sem vildu nota sumarið til náms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×