Innlent

Hittast í Lækningalind Bláa Lónsins

Ingibjörg Sólrún og Jenst Stoltenberg.
Ingibjörg Sólrún og Jenst Stoltenberg.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og formaður norska verkamannaflokksins munu funda í dag kl. 16.30 í húsakynnum Bláa Lónsins, nánar tiltekið í hinni svokölluðu Lækningalind.

Á fundinum munu formenn þessara systurflokka ræða fjármálakreppuna, sýn jafnaðarmanna á leiðir til úrbóta og samstarf norrænna jafnaðarmanna á breiðum grundvelli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×