Innlent

Gasmaður enn á gjörgæslu

Slökkviliðsmenn á Akureyri voru í talsverðri hættu við störf sín í ljósi þess að inní´brennandi húsinu voru 25 gaskútar.
Slökkviliðsmenn á Akureyri voru í talsverðri hættu við störf sín í ljósi þess að inní´brennandi húsinu voru 25 gaskútar.

Maðurinn sem slasaðist í húsabruna á Akureyri, þar sem tuttugu og fimm gaskútar fundust, er enn í öndunarvél á gjörgæslu Borgarspítalans. Maðurinn brenndist illa eftir að einn kútanna lak og orsakaði sprengingu fyrir um tveimur vikum síðan. Við slökkvistarf uppgvötaðist að maðurinn geymdi tuttugu og fimm gaskúta á heimilinu sínu og olli gríðarlegri hættu með athæfinu.

Maðurinn sem slasaðist var þekktur fyrir að sniffa gas en hann hafði áður brennt sig á þeirri iðju. Það var sumarið 2007 sem hann sat inn í bíl í Fljótshlíð. Þá kveikti hann í sígarettu með þeim afleiðingum að hann brenndist illa og gjöreyðilagði bílinn sem hann var í.

Lögreglan taldi að kútarnir sem voru á heimili mannsins væru illa fengnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×