Innlent

Þingvallastjórnin þegir

Þingvallastjórnin tekur við völdum.
Þingvallastjórnin tekur við völdum.

Vísir leitaði svara við ummælum Davíðs Oddsonar í frægu viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins í vikunni. Tölvupóstur var sendur á alla ráðherra hinnar svokölluðu Þingvallastjórnar. Ekki hefur borist svar frá neinum meðlimum fyrrverandi ríkisstjórnar. Geir H. Haarde hefur reyndar tjáð sig í fjölmiðlum um ummæli Davíðs og það hefur Össur Skarphéðinsson einnig gert.

Meðal annars var spurt um ummæli Davíðs varðandi febrúarskýrsluna svokölluðu. Davíð upplýsti í viðtalinu að virtur fjármálastöðugleikasérfræðingur hefði verið fenginn til þess að vinna viðbragðsáætlun í samvinnu við Seðlabankann. Niðurstöður skýrslunnar voru meðal annars þær að bankarnir færu á hausinn í október. Þessi skýrsla var afhent ríkisvaldinu.

Vísir spurði hvort þessi skýrsla hefði verið kynnt í ríkisstjórninni í febrúar og ef svo væri hversvegna ekki hefði verið brugðist við niðurstöðum hennar.

Einnig var spurt hvort viðkomandi ráðherra teldi að ríkisstjórnin hefði haft of mikla trú á toppunum í íslensku fjámálalífi en Davíð sagði m.a að allir hefðu trúað að þessir menn væru galdrameistarar.

Í tölvupóstinum var einnig vitnað í orð Davíðs um að sumir stjórnmálamenn hefðu fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkum og spurt hvort viðkomandi ráðherra hefði verið kunnugt um þetta.

Tölvupósturinn var sendur á alþingisnetföng allra þeirra sem sátu í umræddri ríkisstjórn, eins og fyrr segir hafa engin svör borist en pósturinn var sendur í gærmorgun.

Eftirfarandi aðilar fengu sendan póstinn:

Geir H. Haarde

Árni M. Mathiesen

Guðlaugur Þór Þórðarson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Einar K. Guðfinnsson

Björn Bjarnason

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Össur Skarphéðinsson

Björgvin G. Sigurðsson

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Kristján L. Möller

Jóhanna Sigurðardóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×