Innlent

Funduðu með ráðherra um eignir auðmanna

Hörður Torfason er einn af forsvarsmönnum samtakanna Radda fólksins.
Hörður Torfason er einn af forsvarsmönnum samtakanna Radda fólksins.
Talsmenn Radda fólksins, sem staðið hafa fyrir vikulegum mótmælafundum á Austurvelli í vetur, áttu fund með Rögnu Árnadóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, í gær en tilefni fundarins var að kynna fyrir henni kröfu hreyfingarinnar um kyrrsetningu eigna auðmanna.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið, að fram kemur í tilkynningu. Fram kom að starfsemi embættis sérstaks saksóknara er komin á fullt skrið.

,,Ráðherra ítrekaði að saksóknari hefði lagaúrræði til að kyrrsetja eignir auðmanna og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel,” segir í tilkynningu Radda fólksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×