Lífið

Íslenskir þýðendur hunsa Lars von Trier

Þýðendur sögðu nei við Antichrist og vildu ekki texta hana fyrir almennar sýningar. Hún verður frumsýnd 28.september. Ísleifur B. Þórhallsson segir þetta aðeins í annað sinn sem hann lendi í svona.
Þýðendur sögðu nei við Antichrist og vildu ekki texta hana fyrir almennar sýningar. Hún verður frumsýnd 28.september. Ísleifur B. Þórhallsson segir þetta aðeins í annað sinn sem hann lendi í svona.
„Við höfum aðeins einu sinni lent í þessu áður, það var fyrir kvikmyndina Zoo þar sem maður hefur mök við hest og deyr," segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu. Þýðendur neita að texta kvikmyndina Anti Christ eftir Lars von Trier.

„Við leituðum til fjögurra og þeir sögðu allir nei. Þá nenntum við þessu ekki lengur. Þeir Höfðu lesið sitthvað um viðbrögðin við myndinni eftir frumsýningar í Cannes og Toronto og svo auðvitað hér heima," útskýrir Ísleifur og vísar þar til fréttar Fréttablaðsins af þeim Jóni Baldvini og Bryndísi Schram. Jón Baldvin gekk út af myndinni, honum var svo ofboðið en Bryndís tórði hins vegar inní bíósalnum alveg þangað til hún kláraðist. Hún viðurkenndi í samtali við Fréttablaðið að hún hefði þurft að fá sér smá brennivínsstaup til að ná sér niður.

Ísleifur segir allar myndir vera þýddar eftir handriti. Hins vegar þurfi þýðandinn að hafa myndina fyrir augum sér, horfa á hana nokkrum sinnum svo að textinn komi örugglega á réttum stað. „Og þeir voru ekkert sérstaklega tilbúnir til þess, að horfa á hana oft og mörgum sinnum," segir Ísleifur sem reiknaði með að hann myndi örugglega bara sjálfur texta myndina fyrir DVD-útgáfuna.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.