Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn 25. nóvember 2009 12:43 Þorbjörg Helga, formaður leikskólaráðs sem nú er í fæðingarorlofi, óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Mynd/GVA BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.
Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55
BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent