Ögmundur fann til áhrifa - mun ekki biðja Alþingi afsökunar 18. desember 2009 21:35 Ögmundur Jónasson. „Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, en Kastljós greindi frá því að hann hefði beðist undan viðtali vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Við þessu gengst Ögmundur en tekur fram að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Hann hafði borðað fyrr um daginn og fengið sér vín með matnum. Hann fann til áhrifa og ákvað að fara ekki í viðtal við Kastljósið af prinsipp ástæðum. Spurður hvort það hafi legið fyrir að gengið yrði til atkvæða áður en hann fékk sér áfengi sagði Ögmundur að það geti alltaf komið upp á. Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." Ögmundur segir að það sé hinsvegar vont að þetta mál gefi ranga mynd af störfum sínum. „Þetta gefur brenglaða mynd af þeim." Hann áréttar hinsvegar að hann fari aldrei ölvaður í púlt og hafi aldrei gert en annar þingmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson, varð uppvís af því í lok ágúst síðastliðinn og baðst afsökunar á því. Þegar Ögmundur er spurður hvort atvikið gefi tilefni til þess að hann biðjist afsökunar á Alþingi líkt og Sigmundur Ernir, segist hann ekki telja svo. Þess má geta að forseti Alþingis sagði þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér þegar málið varðandi Sigmund kom upp. Hann var ekki ávíttur vegna þessa. Að lokum var Ögmundur spurður hvort það sé lenska að þingmenn komi til starfa eftir að hafa bragðað áfengi, segir Ögmundur: „Þetta tíðkast ekki á þessum vinnustað frekar en öðrum." Tengdar fréttir Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40 Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
„Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, en Kastljós greindi frá því að hann hefði beðist undan viðtali vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Við þessu gengst Ögmundur en tekur fram að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Hann hafði borðað fyrr um daginn og fengið sér vín með matnum. Hann fann til áhrifa og ákvað að fara ekki í viðtal við Kastljósið af prinsipp ástæðum. Spurður hvort það hafi legið fyrir að gengið yrði til atkvæða áður en hann fékk sér áfengi sagði Ögmundur að það geti alltaf komið upp á. Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." Ögmundur segir að það sé hinsvegar vont að þetta mál gefi ranga mynd af störfum sínum. „Þetta gefur brenglaða mynd af þeim." Hann áréttar hinsvegar að hann fari aldrei ölvaður í púlt og hafi aldrei gert en annar þingmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson, varð uppvís af því í lok ágúst síðastliðinn og baðst afsökunar á því. Þegar Ögmundur er spurður hvort atvikið gefi tilefni til þess að hann biðjist afsökunar á Alþingi líkt og Sigmundur Ernir, segist hann ekki telja svo. Þess má geta að forseti Alþingis sagði þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér þegar málið varðandi Sigmund kom upp. Hann var ekki ávíttur vegna þessa. Að lokum var Ögmundur spurður hvort það sé lenska að þingmenn komi til starfa eftir að hafa bragðað áfengi, segir Ögmundur: „Þetta tíðkast ekki á þessum vinnustað frekar en öðrum."
Tengdar fréttir Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40 Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40
Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52