Erlent

Allen Stanford handtekinn fyrir fjársvik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stanford fagnar með krikketliði síni í nóvember í fyrra en hann er þekktur krikketleikari.
Stanford fagnar með krikketliði síni í nóvember í fyrra en hann er þekktur krikketleikari. MYND/Getty Images

Bandaríska alríkislögreglan FBI handtók í gær auðkýfinginn Allen Stanford fyrir fjársvik en honum er gefið að sök að hafa gefið út skuldabréf að andvirði átta milljarða dollara með vöxtum sem eru of háir til að geta staðist. Talið er útilokað að hann muni geta staðið skil á fénu á tilsettum tíma. Bréfin gaf Stanford út með fulltingi banka síns, Stanford International Bank, sem staðsettur er á Antigua. Stanford hefur neitað sök í málinu en alríkislögreglan hefur látið frysta eignir hans og lagt hald á vegabréf hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×