Enski boltinn

Átti ekki von á þessu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer á hliðarlínunni.
Alan Shearer á hliðarlínunni. Nordic Photos / Getty Images

Alan Shearer segist ekki hafa búist við því að hann hefði tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá Newcastle svo snemma eftir að ferli hans sem leikmaður lauk.

Fyrir fimmtán mánuðum síðan starfaði hann sem aðstoðarþulur í sjónvarpsútsendingu frá leik Newcastle og Stoke sem lauk með markalausu jafntefli. Sam Allardyce var þá stjóri Newcastle.

Nú mætast þessi lið aftur en Shearer verður þá á hliðarlínunni.

„Nei, ég hefði ekki átt von á því að ég myndi vera í þessari stöðu í dag ef þú hefðir spurt mig að því þá," sagði Shearer við ensku pressuna. „En ég hlakka til að horfa á leikinn frá hliðarlínunni nú og vonandi náum við réttu úrslitunum líka."

Hann segir að það ríki góð stemning á heimaleikjum Stoke en að stuðningsmenn Newcastle geti líka látið í sér heyra.

„Ég veit hversu dýrmætur stuðningur þeirra sem styðja útivallarliðið er. Þegar ég var að spila voru nokkur þúsund stuðningsmenn sem fóru það sem við fórum og voru mjög háværir á leikjunum."

„Ég hef orðið vitni að mörgum slíkum leikjum í gegnum tíðina og við þurfum á öðrum slíkum að halda nú."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×