Erlent

Obama til í að tala við Hamas

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, mun að líkindum láta af þeirri stefnu George Bush fráfarandi forseta að einangara Hamas-samtökin og neita viðræðum við þau um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Breska blaðið Guardian hefur þetta eftir heimildarmönnum úr ráðgjafahóp Obama.

Samkvæmt þeim yrði bandarísku leyniþjónustunni falið að opna fyrir samskiptaleiðir við fulltrúa Hamas. Það sé talið hjálpa til í friðarviðræðum. Utanríkisráðuneytið bandaríska hefur skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök og bandaríkjaþing bannað fjárhagsaðstoð Bandaríkjamanna til handa samtökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×