Rio Ferdinand hefur ekki enn jafnað sig á nárameiðslum sínum og verður ekki með Manchester United gegn Sunderland á morgun.
Þá er annar varnarmaður United, Jonny Evans, tæpur fyrir leikinn en hann meiddist einnig á nára í leik United gegn Porto í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.
Wayne Rooney meiddist einnig lítillega í þeim sama leik en er þó í leikmannahópi liðsins.
„Sumir sögðu að við litum út fyrir að vera þreyttir í leiknum gegn Porto," sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Við vorum þreyttir í fyrri hálfleik og vorum ekki jafn skarpir og áður. En við stóðum okkur vel í síðari hálfleik. Við þurfum bara að hætta að fá okkur ódýr mörk."