Enski boltinn

Sousa rekinn frá QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paulo Sousa, fyrrum stjóri QPR.
Paulo Sousa, fyrrum stjóri QPR. Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deildarliðið QPR hefur rekið knattspyrnustjórann Paulo Sousa úr starfi en undir hans stjórn vann liðið aðeins sjö leiki af 26.

QPR er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar og á litla möguleika á því að komast í úrvalsdeildina að ári.

Síðan að Flavio Briatore keypti liðið hefur liðið verið með fjóra knattspyrnustjóra og tvo stjóra í tímabundnu starfi undanfarið eina og hálfa árið.

Sousa var einnig gefið að sök að hafa greint fjölmiðlum frá viðkvæmum upplýsingum. Hann sagði um síðustu helgi að leikmaður liðsins hafi verið lánaður til annars félags án hans vitundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×