Erlent

Eldur í flugstjórnarklefa Airbus-þotu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Þotu af gerðinni Airbus A330, sem er sama gerð og þota Air France sem fórst í Atlantshafi, var lent í Guam í morgun eftir að eldur kom upp í flugstjórnarklefanum. Flugmönnum tókst að ráða niðurlögum eldsins en lentu engu að síður á næsta tæka flugvelli í samræmi við reglur. Á þriðjudagskvöld kom svo upp eldur í Boeing-þotu American Airlines á leið frá New York til Zürich og neyddist hún til að lenda í skyndingu í Nova Scotia í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×